Erlent

Ekki jafn kalt í Kína í þrjá áratugi

Miklar vetrarhörkur ógna búfé og villtum dýrum í Norðurvestur-Kína. Frost hefur farið alveg niður í 43 gráður og hefur ekki verið jafn kalt í Kína í þrjá áratugi.

Snjóað hefur nánast sleitulaust í Norðvestur-Kína síðustu daga og á sumum svæðum er allt að meters djúpur jafnfallinn snjór. Bændur voru ekki búnir undir snjó á þessum árstíma þar sem venja er að ekki fari að snjóa fyrr en í mars.

Búfé sýnir merki vannæringar þar sem ekki hefur verið hægt að halda því á beit þar sem snjór þekur beitilönd. Reynt hefur verið að gefa villtum dýrum æti, en það hefur reynst erfitt vegna veðurs og ófærðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×