Erlent

Fangelsisvist fyrir að selja boli?

Forráðamenn dansks fataframleiðslufyrirtækis gætu átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að setja á markað boli með merkjum tveggja skæruliðahreyfinga, en tæpur fjórðungur söluandvirðis bolanna rennur til hreyfinganna. Fyrirtækið kynnti bolina í gær en þeir eru með merkjum kólumbísku skæruliðahreyfingarinnar FARC og PFLP-hreyfingunni í Palestínu. Báðar hreyfingar eru á listum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök sem þýðir að ekki má ekki styrkja þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×