Erlent

Milosevic óskar eftir læknisaðstoð frá Moskvu

Stjórnvöld í Moskvu skoða nú hvort þau geti orðið við beiðni frá Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, þess efnis að hann fái að leita til rússneskra lækna vegna hjartveiki sinnar.

Rússneska fréttastofan Interfax greinir frá þessu og hefur eftir rússneska utanríkisráðuneytinu. Stríðsglæpamál gegn Milosevic er til meðferðar hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi og hefur hann óskað eftir tímabundinni lausn vegna veikinda sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×