Erlent

Blásýra lak út í Saxelfi

Slökkviliðsmenn í Nyburck í Tékklandi setja dauðan fisk úr Saxelfi í kar.
Slökkviliðsmenn í Nyburck í Tékklandi setja dauðan fisk úr Saxelfi í kar. MYND/AP

Vélabilun í efnaverksmiðju í borginni Kolin í Tékklandi olli því að töluvert af blásýru lak í ána Saxelfi. Mörg tonn af fiski hafa drepist í ánni en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað tjónið er mikið fyrir fiskimenn á svæðinu.

Tékkar hafa þegar varað yfirvöld í Þýskalandi við mögulegri hættu af völdum blásýrunnar. Drykkjarvatnið í þýsku borginni Dresden er unnið úr ánni sem rennur þar í gegn. Talið er að eitrað vatn flæði nú með ánni í gegnum bæinn Neratovice í Tékklandi, tæpa áttatíu kílómetra frá Draslovka-efnaverksmiðjunni þaðan sem eitrið lak. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem vélabilun er kennt um en engar frekari skýringar eða upplýsingar eru gefnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×