Erlent

Hvalshræ fyrir utan Japanska sendiráðið í Berlín

Hvalinn rak á land nálægt Rostock í Þýskalandi þar sem hann drapst. Hann var síðan fluttur þaðan til Berlínar.
Hvalinn rak á land nálægt Rostock í Þýskalandi þar sem hann drapst. Hann var síðan fluttur þaðan til Berlínar. MYND/AP

Grænfriðungar mótmæltu vísindahvalveiðum Japana með sérstökum hætti í gærkvöld. Þeir lögðu dauðan hval fyrir utan japanska sendiráðið í Berlín til að mótmæla þeirri ákvörðun Japana að halda áfram vísindahvalveiðum þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins.

Hvalinn rak á land nálægt Rostock í Þýskalandi þar sem hann drapst. Grænfriðungarnir ákváðu að nota tækifærið og fluttu hræið til Berlínar.

Hvalurinn er 17 metrar langur og 20 tonn að þyngd. Með mótmælum sínum vildu Grænfriðungarnir vekja athygli á því að vísindaveiðar væru óþarfar þar sem Japnar geti notað sjálfdauða hvali til rannsókna.

Hræið var síðan flut á rannsóknarstöð í Berlín þar sem hann verður krufinn. Japanska sendiráðið reyndi að koma í veg fyrir mótmælin í gær en gat það ekki þar sem aðgerðin braut ekki gegn þýskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×