Erlent

Fílabeinsströndin rambar á barmi borgarastyrjaldar

Mótmælandi og hermenn á Fílabeinsströndinni.
Mótmælandi og hermenn á Fílabeinsströndinni. MYND/AP

Fílabeinsströndin rambar á barmi borgarastyrjaldar. Þetta segja uppreisnarmenn í landinu en töluvert hefur verið um mótmæli og árásir á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna þar í landi síðustu dag. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt til þess að endir verði bundinn á skipulagt ofbeldi í landinu.

Leiðtogi stjórnarflokksins segir umheiminn hafa brugðist íbúum Fílabeinsstrandarinnar og leggur til að hersveitir Frakka og Sameinuðu þjóðanna fari úr landi. Landinu hefur verið skipt í tvennt síðan misheppnuð valdaránstilraun var gerð þar árið 2002. Þingkosningar áttu að fara fram í landinu í október en þeim var frestað vegna mikils óstöðugleika. Stuðningsmenn uppreisnarmanna segja alþjóðasamfélagið hafa það að markmiði að ræna völdum í landinu af almenningi.

Konan Banny, nýskipaður forsætisráðherra landsins, á erfitt uppdráttar þessa dagana og hafa stuðningsmenn Laureng Gabagbo, forseta landsins, ráðu nú lögum og lofum á götum Abidjan, stærstu borgar landsins. Í gær skutu friðargæsluliðar táragasi á hóp fólks sem hafði brotist í gegnum varnargirðingu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni Abidjan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×