Erlent

Hóta að drepa bandarískan blaðamann

Jill Carroll, blaðakonunni sem mannræningjar halda í Írak.
Jill Carroll, blaðakonunni sem mannræningjar halda í Írak. MYND/AP

Uppreisnarmenn í Írak hafa hótað að taka bandarískan blaðamann sem þeir hafa í haldi af lífi ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um að öllum konum í írökskum fangelsum verði sleppt innan þriggja sólarhringa. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá þessu í gær og birti myndband af konunni en gaf ekki upp hvernig það hefði borist stöðinni.

Konan sem um ræðir heitir Jill Carroll og henni var rænt 7. janúar síðastliðinn í vesturhluta Bagdad. Túlkur hennar var drepinn en bílstjóri slapp óskaddaður frá árásinni. Mennirnir sem rændu konunni sögðust á myndbandinu tilheyra hópnum Hersveitir hefndarinnar sem hingað til hefur ekki látið til sín taka. Carrol er 31. blaðamaðurinn sem rænt er í Írak frá upphafi stríðsins fyrir tæpum þremur árum, samkvæmt tölum samtakanna Blaðamenn án landamæra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×