Erlent

Vilja leyfa lítil vændishús í Bretlandi

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. MYND/Reuters

Breska ríkisstjórnin hyggst leyfa rekstur lítilla vændishúsa í þeirri viðleitni að tryggja betur öryggi þeirra áttatíu þúsund vændiskvenna sem starfa í landinu. Samkvæmt fyrirætlan stjórnarinnar mun tvær til þrjár vændiskonur geta fengið leyfi til að starfrækja vændishús. Samhliða þessu verður ráðist harðar gegn vændi á götum úti þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eiga yfir höfði sér sektir.

Upphaflegar hugmyndir ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir sérstökum svæðum fyrir vændi, eins konar rauðum hverfum, en frá þeirri hugmynd hefur verið fallið. Skiptar skoðanir eru málið í Bretlandi og benda vændiskonur sjálfar á að aukin harka gegn kúnnum geti dregið úr öryggi þeirra sjálfra þar sem viðskiptin færist hugsanlega út í iðnaðarhverfi þar sem fáir séu á ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×