Erlent

Fuglaflensufaraldur getur dregið milljónir til dauða

MYND/AP

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til þess að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims. Nú stendur yfir ráðstefna í Peking í Kína þar sem safnað er fé til þess að takast á við flensuna og hefur forsætisráðherra Kína þegar heitið um 600 milljónum króna til baráttunnar. Þá hefur Alþjóðabankinn lofað að lána þrjá milljarða til verkefnisins og búist er við að fleiri þjóðir leggi sitt af mörkum í dag. Fuglaflensa hefur þegar dregið tæplega 80 manns til dauða í heiminum frá árinu 2003, nú síðast í Tyrklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×