Erlent

Miklar vetrarhörkur í Rússlandi

Kona í bænum Zakharkovo skammt fyrir utan Moskvu les við kerti í úlpunni sinni. Rafmagn fór af hluta bæjarins vegna óhapps og þar með rafmagnshitun í húsum þar.
Kona í bænum Zakharkovo skammt fyrir utan Moskvu les við kerti í úlpunni sinni. Rafmagn fór af hluta bæjarins vegna óhapps og þar með rafmagnshitun í húsum þar. MYND/AP

Að minnsta kosti 24 hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um þrjátíu stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í fimmtíu stig í Síberíu. Í sumum skólum Moskvuborgar hefur ekki verið hægt að kenna vegna kulda í kennslustofum og hafa framleiðslufyrirtæki þurft að draga úr starfsemi sinni til þess að spara orku til húshitunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×