Erlent

Japönum fækkar

Japönum fækkaði í fyrra, í fyrsta sinn síðan árið 1945. Fæðingatíðni í landinu fer ört lækkandi og er talið að hún fari allt niður í eitt og eitt fjórða barn á konu á þessu ári, en til samanburðar eignast hver íslensk kona að meðaltali rúmlega tvö börn á ævi sinni.

Stjórnvöld í Japan hafa áhyggjur af því hversu japanar virðast ofurseldir vinnustöðum sínum og hvetja fólk til að slaka á og gefa barneignum gaum. Algengt er að japanar taki aðeins hálft sumarleyfi, eða níu daga á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×