Erlent

Kauphöllinni í Tokyo lokað fyrr en vanalega

MYND/AP

Kauphöllinni í Tokyo var lokað í morgun tuttugu mínútum fyrr en venja er. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert en óttast var að tölvukerfið í kauphöllinni kynni að hrynja vegna mikilla viðskipta.

Fregnir af ásökunum um fjársvik á hendur internet fyrirtækinu Livedoor hreyfðu við fjárfestum sem reyndu þegar að losa sig við hlutabréf sín. Óttast var að tölvukerfið gæti hrunið þrátt fyrir að það eigi að anna 4,5 milljónum aðgerða dag hvern.

Stjórnendur Livedoor segjast engar reglur hafa brotið og ekki gefið hluthöfum misvísandi upplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×