Erlent

Reyndu að féfletta skyndibitastað

Anna Ayala leidd fyrir dómara í Kaliforníu í gær þar sem hún var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að reyna að féfletta skyndibitakeðjuna Wendy´s.
Anna Ayala leidd fyrir dómara í Kaliforníu í gær þar sem hún var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að reyna að féfletta skyndibitakeðjuna Wendy´s. MYND/AP

Hjón sem lögðu á ráðin um að féfletta skyndibitastað í Bandaríkjunum, með afskornum fingri í skál af chili, hafa verið dæmd í 9 og 12 ára fangelsi fyrir athæfið. Það var fyrir tæpu ári sem Anna Ayala sagðist hafa bitið í fingurinn þegar hún fékk sér af chilinu á skyndibitastaðnum Wendy´s. Hjónin sögðu áfallið afar mikið og ætluðu að krefjast bóta að jafnvirði rúmlega hundrað og fimmtíu milljóna íslenskra króna. Yfirvöldum sýndist maðkur í mysunni þegar málið var skoðað nánar. Þá kom í ljós að hjónin höfðu keypt afskorna fingurinn fyrir jafnvirði rúmlega 600 króna af vinnufélaga mannsins sem hafði misst hann í vinnuslysi. Þau hafi síðan komið honum sjálf fyrir í chili skálinni. Anna og maður hennar Jamie játuðu á sig glæpinn og var hún dæmd í 9 ára fangelsi en hann til 12 ára fangelsisvistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×