Erlent

Lagt á ráðin um að ræna syni Blairs

Leo og Tony Blair.
Leo og Tony Blair. MYND/AP

Bresk lögregla hefur komið upp um ráðabrugg um að ræna Leo, yngsta syni Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. Breska götublaðið Sun greindi frá þessu í morgun.

Samkvæmt heimildum blaðsins þá ætluðu öfgafullir félagar í samtökunum Fathers 4 Justice, sem berjast fyrir auknum réttindum feðra, hafi ætlað að ræna Leo, fimm ára syni Blair, í stuttan tíma til þess að sýna forsætisráðherranum fram á hvernig það væri að fá ekki að hitta börn sín.

Samtökin hafa hætt starfsemi um tíma vegna málsins og staðfesti talsmaður þeirra að lögreglan hefði yfirheyrt nokkra fyrrverandi félaga fyrir jól. Talsmenn forsætisráðherrans hafa ekki viljað svara spurningum fréttamanna vegna málsins og lögregla hefur ekki viljað staðfesta fréttina. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að hún hafi vitað af ráðabrugginu en ekki talið að mennirnir hefðu bolmagn til að ráðast í svo flókna aðgerð.

Félagar í samtökunum hafa áður komist í fréttirnar, meðal annars fyrir að klífa Buckingham-höll í búningi Leðurblökumannsins og kasta hveiti yfir Blair á breska þinginu. Auk Leo eiga Blair, og kona hans Cherie, tvo syni um tvítugt og sautján ára dóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×