Erlent

Enn eitt dauðsfallið af völdum fuglaflensu

Óttast er að ellefu ára gömul stelpa hafi látist af völdum fuglaflensu í Austur-Tyrklandi í gær. Talið er að stúlkan hafi sýkst af hinu hættulega H5N1 afbrigði veirunnar. Sýni voru send til höfuðborgarinnar Ankara til að fá þetta staðfest. Stúlkan var yngst 10 systkina og eina stelpan. Læknar í Tyrklandi reyna nú hvað þeir geta til að bjarga lífi fimm ára gamals drengs sem missti systur sína af völdum sjúkdómsins á sunnudag. Hann er einn af rúmlega tuttugu manns sem hafa smitast af alvarlegu afbrigði veirunnar í borginni Van í Austur-Tyrklandi. Nokkur börn til viðbótar voru lögð inn á sjúkrahús þar í borg í gær en þau munu hafa komist í tæri við fiðurfé sem talið er sýkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×