Erlent Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. Erlent 8.8.2007 11:35 Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Erlent 8.8.2007 10:50 Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. Erlent 8.8.2007 10:42 Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." Erlent 8.8.2007 10:19 Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. Erlent 8.8.2007 09:46 Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. Erlent 8.8.2007 09:35 Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. Erlent 8.8.2007 08:30 Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. Erlent 8.8.2007 08:21 Þúsundir flýja heimili sín af ótta við hitabeltisstorm Hundruð þúsundir manna hafa flúið heimili sín í suðausturhluta Kína af ótta við hitabeltisstorminn Pabuk sem gengur yfir svæðið í dag. Erlent 8.8.2007 08:15 Varað við tíðari hitabylgjum og illviðrum í heiminum Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna varar við því að illviðri og hitabylgjur verði tíðari á næstu árum í nýrri skýrslu um veðurfar í heiminum. Erlent 8.8.2007 08:07 Þrír Pólverjar láta lífið í umferðarslysi Þrír pólskir ferðamenn létu lífið og að minnsta kosti ellefu slösuðust í Norður Frakklandi í morgun þegar ökumaður langferðabifreiðar missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór útaf veginum. Slysið átti sér stað skammt frá borginni Dunkirk við belgísku landamærin en um 50 manns voru í langferðabifreiðinni. Erlent 8.8.2007 08:02 Kalla eftir aukinni aðstoð á flóðasvæðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir aukinni aðstoð alþjóðasamfélagsins vegna flóðanna í Suðaustur-Asíu. Talið er að allt að 28 milljónir manna á flóðasvæðunum þurfi á aðstoð halda. Erlent 8.8.2007 07:15 Leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja hittast á fundi Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu hafa ákveðið að hittast á fundi í lok mánaðarins en markmiðið er meðal annars að reyna draga úr spennu á milli landanna. Þetta er í annað sinn frá lokum Kóreustríðsins árið 1953 sem leiðtogar ríkjanna funda opinberlega. Erlent 8.8.2007 07:04 Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. Erlent 7.8.2007 23:15 32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. Erlent 7.8.2007 21:46 Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. Erlent 7.8.2007 21:04 Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. Erlent 7.8.2007 20:26 Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 19:00 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 19:00 Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:45 Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. Erlent 7.8.2007 18:45 Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. Erlent 7.8.2007 16:45 Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. Erlent 7.8.2007 16:13 Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. Erlent 7.8.2007 16:06 Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. Erlent 7.8.2007 14:25 Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. Erlent 7.8.2007 13:14 Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Erlent 7.8.2007 12:15 Búist við miklum töfum vegna verkfalls þýskra járnbrautarstarfsmanna Gert er ráð fyrir miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi þegar boðað verkfall járnbrautarstarfsmanna þar í landi hefst á fimmtudaginn. Verkfallið verður eitt það víðtækasta í Þýskalandi í yfir 15 ár. Gefnar hafa verið út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við miklum töfum og óþægindum. Erlent 7.8.2007 11:49 OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. Erlent 7.8.2007 11:03 Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. Erlent 7.8.2007 10:47 « ‹ ›
Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. Erlent 8.8.2007 11:35
Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Erlent 8.8.2007 10:50
Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. Erlent 8.8.2007 10:42
Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." Erlent 8.8.2007 10:19
Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. Erlent 8.8.2007 09:46
Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. Erlent 8.8.2007 09:35
Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. Erlent 8.8.2007 08:30
Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. Erlent 8.8.2007 08:21
Þúsundir flýja heimili sín af ótta við hitabeltisstorm Hundruð þúsundir manna hafa flúið heimili sín í suðausturhluta Kína af ótta við hitabeltisstorminn Pabuk sem gengur yfir svæðið í dag. Erlent 8.8.2007 08:15
Varað við tíðari hitabylgjum og illviðrum í heiminum Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna varar við því að illviðri og hitabylgjur verði tíðari á næstu árum í nýrri skýrslu um veðurfar í heiminum. Erlent 8.8.2007 08:07
Þrír Pólverjar láta lífið í umferðarslysi Þrír pólskir ferðamenn létu lífið og að minnsta kosti ellefu slösuðust í Norður Frakklandi í morgun þegar ökumaður langferðabifreiðar missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór útaf veginum. Slysið átti sér stað skammt frá borginni Dunkirk við belgísku landamærin en um 50 manns voru í langferðabifreiðinni. Erlent 8.8.2007 08:02
Kalla eftir aukinni aðstoð á flóðasvæðum Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir aukinni aðstoð alþjóðasamfélagsins vegna flóðanna í Suðaustur-Asíu. Talið er að allt að 28 milljónir manna á flóðasvæðunum þurfi á aðstoð halda. Erlent 8.8.2007 07:15
Leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja hittast á fundi Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu hafa ákveðið að hittast á fundi í lok mánaðarins en markmiðið er meðal annars að reyna draga úr spennu á milli landanna. Þetta er í annað sinn frá lokum Kóreustríðsins árið 1953 sem leiðtogar ríkjanna funda opinberlega. Erlent 8.8.2007 07:04
Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. Erlent 7.8.2007 23:15
32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. Erlent 7.8.2007 21:46
Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. Erlent 7.8.2007 21:04
Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. Erlent 7.8.2007 20:26
Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 19:00
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 19:00
Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:45
Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. Erlent 7.8.2007 18:45
Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. Erlent 7.8.2007 16:45
Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. Erlent 7.8.2007 16:13
Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. Erlent 7.8.2007 16:06
Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. Erlent 7.8.2007 14:25
Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. Erlent 7.8.2007 13:14
Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Erlent 7.8.2007 12:15
Búist við miklum töfum vegna verkfalls þýskra járnbrautarstarfsmanna Gert er ráð fyrir miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi þegar boðað verkfall járnbrautarstarfsmanna þar í landi hefst á fimmtudaginn. Verkfallið verður eitt það víðtækasta í Þýskalandi í yfir 15 ár. Gefnar hafa verið út viðvaranir til ferðamanna og þeim gert að búast við miklum töfum og óþægindum. Erlent 7.8.2007 11:49
OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. Erlent 7.8.2007 11:03
Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. Erlent 7.8.2007 10:47