Erlent Kameldýr týna tölunni í Sádí-Arabíu Dularfull veikindi hrjá kameldýr í Sádí-Arabíu og fer tala þeirra hríðlækkandi. Hundruð skepna féllu í síðustu viku. Samkvæmt landbúnaðarráðuneyti landsins drápust 232 skepnur í dalnum Dawasir á aðeins fjórum dögum. Erlent 19.8.2007 14:38 Nakið fólk á jökli Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum. Erlent 19.8.2007 12:26 Göngu nýnasista mótmælt Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess. Erlent 19.8.2007 12:19 Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum. Erlent 19.8.2007 12:08 Gallaðar kosningar í Kasakstan en skref í rétta átt Framkvæmd kosninganna í Kasakstan sem fram fóru í gær stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um framkvæmd kosninga. Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu segja að skort hafi á gagnsæji við atkvæðatalningu auk þess sem þröskuldar fyrir því að ná kjöri á þing landsins hafi verið of háir. Erlent 19.8.2007 11:09 Mörg þúsund á vergangi Mörg hundruð hermenn hafa verið sendir á hamfarasvæði í Perú þar sem snarpur jarðskjálfti varð minnst fimm hundruð að bana í síðustu viku. Mörg þúsund manns eru á vergangi í Íka-héraði suður af höfuðborginni, Líma, en það svæði varð verst úti. Erlent 19.8.2007 10:20 Björgunaraðgerðum hætt í Utah Björgunaraðgerðum vegna sex námamanna sem hafa setið fastir í kolanámu í Utah í Bandaríkjunum í vel á aðra viku var hætt í morgun. Óvíst er hvort þeim verður framhaldið síðar. Erlent 19.8.2007 10:12 Áhrifaríkt að sjá bráðnandi jökla Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er komin heim úr tveggja daga heimsókn til Grænlands þar sem hún skoðaði áhrif gróðurhúsalofttegunda á jökla landsins. Erlent 19.8.2007 05:45 Föst í banka í sex klukkutíma Hin 73 ára Marian Prescher læstist inni í banka í sex klukkustundir eftir að hún var óvart lokuð inni á meðan hún skoðaði öryggishólf sitt. Erlent 19.8.2007 03:00 Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Erlent 19.8.2007 00:45 Sarkozy uppljóstrar borgunarmenn sumarleyfis síns Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur tjáð frönskum blöðum að hann dvaldi í glæsihýsi í Bandaríkjunum á kostnað tveggja auðugra fjölskyldna í sumarleyfi sínu. Leigan á villunum hljóðaði upp á rúmar fjórar miljónir íslenskra króna og komu þær úr vasa Cromback og Agostinelli fjölskyldnanna. Erlent 18.8.2007 21:28 Lögregla óttast stríð á meðal Vítisengla Lögregla á Bretlandseyjum óttast að stríð geti verið í uppsiglingu á meðal mótorhjólagengja í kjölfar morðs á manni sem var meðlimur í Vítisenglum. Félagar mannsins segjast vita hver morðinginn sé, en að þeir ætli sér ekki að láta lögreglu í té þær upplýsingar. Erlent 18.8.2007 20:42 Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Erlent 18.8.2007 19:10 Rannsakað hvort innbrot tengist hótelbruna Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort innbrot í hótelið sem brann í bænum Newquay í Cornwall tengist eldsvoðanum. Einn lést og fjögurra er saknað eftir brunann. Erlent 18.8.2007 17:16 Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. Erlent 18.8.2007 14:51 Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun. Erlent 18.8.2007 14:38 Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. Erlent 18.8.2007 13:54 Flugræningjar gefast upp Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu. Erlent 18.8.2007 12:21 Þýskri konu rænt í Kabúl Þýskri konu var rænt af óþekktum byssumönnum á götum Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Konan, sem er talin vera hjálparstarfsmaður, var brottnumin í suðvesturhluta borgarinnar þar sem mörg hjálparsamtök hafa aðsetur. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar varðandi málið að svo stöddu, en innanríkisráðuneyti landsins skýrði frá mannráninu fyrir skömmu. Erlent 18.8.2007 11:49 Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. Erlent 18.8.2007 11:30 Einn látinn og sex saknað í hótelbruna Einn maður lét lífið og sex er saknað eftir að eldur eyðilagði hótel í Cornwall á Englandi í nótt. Hvass vindur magnaði eldinn sem gjöreyðilagði hótelið, sem er í ferðamannabænum Newquay á norðurströnd Cornwall. Áttatíu og sex hótelgestir komust út en enn er óljóst um afdrif sex manna. Erlent 18.8.2007 11:18 Kosið í Kasakstan Kjósendur í Kasakstan ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag, í fyrsta sinn eftir að völd þingsins voru aukin samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Um eitt þúsund kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgjast með því að allt fari vel fram. Erlent 18.8.2007 10:03 Hvetja fólk til að halda stillingu sinni Stjórnvöld í Perú hafa beðið fólk á skjálftasvæðum að bíða rólegt eftir hjálpargögnum. Uppþot varð við dreifingu hjálpargagna í gær og fólk hefur látið greipar sópa um verslanir. Hópur fólks stöðvaði vörubíla hlaðna hjálpargögnum við útjaðar bæjarins Pisco í gær og rændi því sem í bílunum var. Erlent 18.8.2007 09:55 Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. Erlent 18.8.2007 05:00 Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. Erlent 18.8.2007 03:00 Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. Erlent 18.8.2007 01:00 HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. Erlent 17.8.2007 23:45 Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. Erlent 17.8.2007 22:11 Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. Erlent 17.8.2007 20:33 Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. Erlent 17.8.2007 19:36 « ‹ ›
Kameldýr týna tölunni í Sádí-Arabíu Dularfull veikindi hrjá kameldýr í Sádí-Arabíu og fer tala þeirra hríðlækkandi. Hundruð skepna féllu í síðustu viku. Samkvæmt landbúnaðarráðuneyti landsins drápust 232 skepnur í dalnum Dawasir á aðeins fjórum dögum. Erlent 19.8.2007 14:38
Nakið fólk á jökli Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum. Erlent 19.8.2007 12:26
Göngu nýnasista mótmælt Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess. Erlent 19.8.2007 12:19
Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum. Erlent 19.8.2007 12:08
Gallaðar kosningar í Kasakstan en skref í rétta átt Framkvæmd kosninganna í Kasakstan sem fram fóru í gær stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um framkvæmd kosninga. Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu segja að skort hafi á gagnsæji við atkvæðatalningu auk þess sem þröskuldar fyrir því að ná kjöri á þing landsins hafi verið of háir. Erlent 19.8.2007 11:09
Mörg þúsund á vergangi Mörg hundruð hermenn hafa verið sendir á hamfarasvæði í Perú þar sem snarpur jarðskjálfti varð minnst fimm hundruð að bana í síðustu viku. Mörg þúsund manns eru á vergangi í Íka-héraði suður af höfuðborginni, Líma, en það svæði varð verst úti. Erlent 19.8.2007 10:20
Björgunaraðgerðum hætt í Utah Björgunaraðgerðum vegna sex námamanna sem hafa setið fastir í kolanámu í Utah í Bandaríkjunum í vel á aðra viku var hætt í morgun. Óvíst er hvort þeim verður framhaldið síðar. Erlent 19.8.2007 10:12
Áhrifaríkt að sjá bráðnandi jökla Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er komin heim úr tveggja daga heimsókn til Grænlands þar sem hún skoðaði áhrif gróðurhúsalofttegunda á jökla landsins. Erlent 19.8.2007 05:45
Föst í banka í sex klukkutíma Hin 73 ára Marian Prescher læstist inni í banka í sex klukkustundir eftir að hún var óvart lokuð inni á meðan hún skoðaði öryggishólf sitt. Erlent 19.8.2007 03:00
Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Erlent 19.8.2007 00:45
Sarkozy uppljóstrar borgunarmenn sumarleyfis síns Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur tjáð frönskum blöðum að hann dvaldi í glæsihýsi í Bandaríkjunum á kostnað tveggja auðugra fjölskyldna í sumarleyfi sínu. Leigan á villunum hljóðaði upp á rúmar fjórar miljónir íslenskra króna og komu þær úr vasa Cromback og Agostinelli fjölskyldnanna. Erlent 18.8.2007 21:28
Lögregla óttast stríð á meðal Vítisengla Lögregla á Bretlandseyjum óttast að stríð geti verið í uppsiglingu á meðal mótorhjólagengja í kjölfar morðs á manni sem var meðlimur í Vítisenglum. Félagar mannsins segjast vita hver morðinginn sé, en að þeir ætli sér ekki að láta lögreglu í té þær upplýsingar. Erlent 18.8.2007 20:42
Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Erlent 18.8.2007 19:10
Rannsakað hvort innbrot tengist hótelbruna Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort innbrot í hótelið sem brann í bænum Newquay í Cornwall tengist eldsvoðanum. Einn lést og fjögurra er saknað eftir brunann. Erlent 18.8.2007 17:16
Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. Erlent 18.8.2007 14:51
Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun. Erlent 18.8.2007 14:38
Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. Erlent 18.8.2007 13:54
Flugræningjar gefast upp Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu. Erlent 18.8.2007 12:21
Þýskri konu rænt í Kabúl Þýskri konu var rænt af óþekktum byssumönnum á götum Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Konan, sem er talin vera hjálparstarfsmaður, var brottnumin í suðvesturhluta borgarinnar þar sem mörg hjálparsamtök hafa aðsetur. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar varðandi málið að svo stöddu, en innanríkisráðuneyti landsins skýrði frá mannráninu fyrir skömmu. Erlent 18.8.2007 11:49
Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. Erlent 18.8.2007 11:30
Einn látinn og sex saknað í hótelbruna Einn maður lét lífið og sex er saknað eftir að eldur eyðilagði hótel í Cornwall á Englandi í nótt. Hvass vindur magnaði eldinn sem gjöreyðilagði hótelið, sem er í ferðamannabænum Newquay á norðurströnd Cornwall. Áttatíu og sex hótelgestir komust út en enn er óljóst um afdrif sex manna. Erlent 18.8.2007 11:18
Kosið í Kasakstan Kjósendur í Kasakstan ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag, í fyrsta sinn eftir að völd þingsins voru aukin samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Um eitt þúsund kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgjast með því að allt fari vel fram. Erlent 18.8.2007 10:03
Hvetja fólk til að halda stillingu sinni Stjórnvöld í Perú hafa beðið fólk á skjálftasvæðum að bíða rólegt eftir hjálpargögnum. Uppþot varð við dreifingu hjálpargagna í gær og fólk hefur látið greipar sópa um verslanir. Hópur fólks stöðvaði vörubíla hlaðna hjálpargögnum við útjaðar bæjarins Pisco í gær og rændi því sem í bílunum var. Erlent 18.8.2007 09:55
Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. Erlent 18.8.2007 05:00
Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. Erlent 18.8.2007 03:00
Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. Erlent 18.8.2007 01:00
HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. Erlent 17.8.2007 23:45
Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. Erlent 17.8.2007 22:11
Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. Erlent 17.8.2007 20:33
Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. Erlent 17.8.2007 19:36