Erlent

Picasso í ruslagámi

Listaheimurinn tók andköf í maí á síðasta ári þegar bíræfinn þjófur hnuplaði fimm listaverkum af Musée d'Art Moderne í París. Málverk eftir Picasso og Matisse voru á meðal þeirra sem var stolið.

Erlent

Efnahagsvandi Evrópu til umræðu á G20 fundinum

Í bréfi til æðstu stjórnenda Evrópusambandsins sögðu Jose Manuel Barroso og Herman Van Rompuy, forsetar Framkvæmdarstjórnar og Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að efnahagsvandi Evrópu yrði helsta umræðuefni G20 fundarins nú í nóvember.

Erlent

Ráðist á kröfugöngu kvenna í Jemen

Talið er að 22 konur hafi slasast í kröfugöngu í Jemen í gær. Þúsundir kvenna komu saman til að fagna því að Tawakkol Karman hafi fengið friðarverðlaun Nóbels á föstudaginn. Hún var ein þriggja kvenna sem fengu verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna.

Erlent

Vilja hefja samningaferlið að nýju

Mark Regev, talsmaður Benjamin Netanyahu, segir að Ísrael sé reiðubúið að hefja samningaferlið við Palestínu að nýju. Hann sagði að báðir aðilar verði að vera skapandi í málamiðlunum, annars sé samkomulag ómögulegt. Regev sagði að lokamarkmið samningaferlisins sé að verða að kröfu Palestínumanna um sjálfstætt ríki ásamt því að uppfylla öryggiskröfur Ísrael.

Erlent

Bætur greiddar eftir bræðsluslys í Fukushima

Fyrrum íbúar hamfarasvæðanna í Japan flykkjast nú á skrifstofur Tepco, fyrirtækisins sem annaðist viðhald og rekstur kjarnorkuversins í Fukushima. Krafan er einföld, þau vilja fá bætur fyrir hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið á bræðsluslysinu í kjarnorkuverinu.

Erlent

Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó

Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó óðfluga. Samkvæmt veðurathugunum á vegum vísindamanna í Bandaríkjunum er Jova nú þriðja stigs fellibylur og er því fær um að valda stórfelldum skaða.

Erlent

Örlög Liam Fox ákveðin í dag

Búist er við að niðurstaða liggi fyrir í dag í máli Liam Fox, einum af æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bretlands. Hann er sakaður um að hafa gefið fyrrum skólafélaga sínum og vini aðgang að gögnum ráðuneytisins.

Erlent

Uppreisnarmenn með undirtökin í Sirte

Nú virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær bærinn Sirte í Líbíu fellur í hendur uppreisnarmanna sem nú fara með völdin í Líbíu. Sirte er fæðingarbær Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra landsins og þangað höfðu hörðustu stuðningsmenn hans hörfað þegar leiðtoginn missti tökin í landinu.

Erlent

Óttast mengunarslys á Nýja Sjálandi

Olía úr flutningaskipinu Rena hefur nú náð landi á austuströnd Nýja Sjálands en skipið strandaði fyrir fimm dögum undan ströndinni. Yfirvöld hafa beðið fólk um að halda sig fjarri ströndinni en tilraunum til að dæla þeirri olíu sem eftir er á tönkum skipsins hefur verið hætt sökum versnandi veðurs.

Erlent

Tusk sigraði í Póllandi

Forsætisráðherra Póllands Donald Tusk og flokkur hans fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkur Tusks rúmum tíu prósentum meira en flokkur Jaroslaws Kaczynskis, sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn.

Erlent

Tugir féllu í átökum í Kaíró

Mikil átök brutust út í Kairó höfuðborg Egyptalands og felldu öryggissveitir ríkisstjórnarinnar 24 mótmælendur, sem flestir tilheyra Koptísku kirkjunni, hinni fornu þjóðkirkju Egypta.

Erlent

Fríða kom upp um „dýrið“

"Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur.

Erlent

Listamenn „Yfirtaka Wall Street"

Síðustu 22 daga hefur fólk í Bandaríkjunum mótmælt vegna efnahagsástands landsins undir yfirskriftinni „Yfirtökum Wall Street". Hingað til hefur lögregla þó meinað þeim aðgang að götunni sjálfri. Í gær barst hreyfingunni liðsauki úr óvæntri átt, því listamenn settu upp sýningu innblásna af mótmælunum í húsi við götuna. Hún var nánar tiltekið sett upp í húsi sem byggt var árið 1914 sem höfuðstöðvar fjárfestisins J. P. Morgan.

Erlent

Óeirðir í Egyptalandi

Hundruðir kristinna manna mótmæla nú á götum Kairó í Egyptalandi vegna niðurrifs kirkju í sveitaþorpi. Samkvæmt ríkissjónvarpi Egyptalands er hefur einn maður látist í óeirðum nú þegar. Mótmælin eru leidd af nokkrum biskupum úr koptísku kirkjunni (e. Coptic Orthodox Church) en það er opinbert nafn stærstu kirkju kristinna manna í Egyptalandi og Mið-Austurlöndum. Mótmælin áttu að fara friðsamlega fram, en fóru fljótt úr böndunum þegar fólk á svölum hóf að grýta mótmælendurna með steinum. Nú ríkir fullkomin ringulreið á götum borgarinnar. Mótmælendurnir krefjast þess að kirkjan verði endurbyggð og ríkisstjórinn sem fyrirskipaði niðurrif hennar segi af sér.

Erlent

Viðvörun til stuðningsmanna andstöðunnar

Stjórnvöld í Sýrlandi vöruðu í dag við því að þau muni snúast harkalega gegn hverju því landi sem styður formlega tilvist nýstofnaðs Þjóðarráðs Sýrlands. Þjóðarráðið nýstofnaða samanstendur af andstæðingum Bashar al-Assad. Vestræn ríki eins og Bandaríkin og Frakkland hafa fagnað myndun þess, en þau hafa ekki boðið því formlega viðurkenningu.

Erlent

Alþjóðlegir sérfræðingar í Fukushima

Sérfræðingar frá Alþjóðlegu kjarnorkustofnunin (INEA) eru staddir í Fukushima-borg til að fylgjast með tilraunum yfirvalda til að hreinsa svæðið. Hópurinn sem samanstendur af tólf mönnum mun gefa yfirvöldum í Japan stutta skýrslu um heimsókn sína í lok næstu viku. Hann mun svo setja saman ítarlegt yfirlit um málið sem verður opinberað í næsta mánuði.

Erlent

Fellibylur við strendur Mexíkó

Fellibylur sem nefnist Jova stefnir nú upp að ströndum Mexíkó. Fellibylurinn er nú í styrktarflokki eitt og mældist vindhraði hans í morgun um 140 km/klst. Gert er ráð fyrir því að fellibylurinn styrkist enn frekar á næstu dögum og búast menn við því að hann gangi á land í Mexíkó á þriðjudaginn eða seint á mánudag.

Erlent

Eldgosaviðvörun á Kanaríeyjum

Stjórnvöld á Kanaríeyjum gáfu í dag út eldgosaviðvörun til að bregðast við langvarandi smáskjálftahrinu sem staðið hefur síðustu þrjá mánuði. Yfirvöld á Kanaríeyjunni El Hierro gáfu í dag út 2. stigs eldgosaviðvörun í kjölfar jarðskjálfta sem náði 4,3 á richter sem skók eyjuna í gær. Smáskjálftavirkni hefur verið mikil á svæðinu að undanförnu.

Erlent

Komnir á lokasprettinn í Líbíu

Þjóðarráð Líbíu segir „komið að lokakafla bardagans" og uppreisnarmenn séu á síðasta sprettinum við að leggja Sirte undir sig. Uppreisnarmenn náðu tökum á Háskóla bæjarins í nótt, og stjórna nú stórum parti svæðisins. „Enn er nokkuð eftir af bardaganum, en það má segja að við séum á lokasprettinum," sagði Al Zubair Al Kadi, foringi í her Þjóðarráðsins.

Erlent

Chávez styður bandaríska mótmælendur

Hugo Chávez, forseti Venesúela, lýsti yfir samstöðu með bandarískum mótmælendum sem síðustu daga hafa mótmælt breikkandi bili milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum. „Fátækt eykst og eymdin verður stöðugt meiri," sagði Chávez um ástandið í Bandaríkjunum og bætti við að samúð sín lægi öll hjá mótmælendum sem lent hefðu í fangelsi vegna mótmælanna undanfarið.

Erlent

Tveir létu lífið í sprengingu

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar sprenging varð í vöruhúsi í þorpinu Andst á Jótlandi í Danmörku í gær. Húsið varð fljótt alelda og gekk illa að slökkva eldinn en ekki liggur fyrir hversu margir voru í húsinu þegar sprengingin varð. Mikið magn af flugeldum var geymt í húsinu og var því ákveðið að rýma nálæg íbúðarhús af ótta við fleiri sprengingar. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Erlent

Tusk spáð sigri í Póllandi

Borgaravettvangi, flokki Donalds Tusk forsætisráðherra Póllands, er spáð sigri í þingkosningum í Póllandi í dag. Gangi það eftir verður það í fyrsta skipti sem ríkisstjórn heldur velli í þingkosningum þar í landi frá lokum kalda stríðsins. Stærsta stjórnarandstöðuflokknum, laga og réttlætisflokki Jaroslaw Kanczynski, er einnig spáð góðu gengi en fylgi flokksins hefur farið vaxandi á undanförnum vikum. Kjörstaðir voru opnaði í morgun en um þrjátíu milljónir eru á kjörskrá.

Erlent

Olíuleki við náttúruperlu

Gríðarstórt flutningaskip strandaði á skeri úti fyrir einni fegurstu baðströnd Nýja-Sjálands. Þegar er talið að um 30 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn og myndað um 5 kílómetra langa rák. Ef skipið brotnar eru um 1.700 tonn af olíu innanborðs sem geta flætt yfir eina fegurstu náttúruperlu Nýja-Sjálands.

Erlent

Jobs skilur eftir sig nýjar hugmyndir

Hinn nýlátni forstjóri Apple, Steve Jobs virðist hafa skilið eftir sig uppkast að nýjum vörum sem munu endast fyrirtækinu næstu fjögur árin. Frá þessu er greint á vefmiðli The Daily Mail. Þrátt fyrir að hafa tekist á við alvarleg veikindi undanfarið vann Steve Jobs síðastliðið ár að vörum sem hann áleit að myndu tryggja framtíð fyrirtækisins. Meðal þeirra eru uppfærðar týpur af ipod, ipad, iphone og macbook. Þá má einnig nefna að hann hefur unnið mikið að svonefndu iCloud verkefni, sem mun gera Apple notendum kleift að vista gögn sín á fjarlægum diskum utan tölvunnar.

Erlent

Bob Dylan sakaður um hugverkastuld

Málverk poppsöngvarans Bob Dylan þykja óþægilega lík þekktum ljósmyndum eftir ljósmyndara á borð við Henri Carier-Bresson. Myndir Dylans eru kallaðar Asíska röðin (e. The Asian Series). Þær eiga að sögn að byggja á persónulegri reynslu Dylans af ferðum um Japan, Kína, Víetnam og Kóreu. Mörgum þykir erfitt að trúa þeirri fullyrðingu eftir að hafa séð líkindi myndanna við eldri ljósmyndir.

Erlent