Erlent

Tugir féllu í átökum í Kaíró

Mynd/AP
Mikil átök brutust út í Kairó höfuðborg Egyptalands og felldu öryggissveitir ríkisstjórnarinnar 24 mótmælendur, sem flestir tilheyra Koptísku kirkjunni, hinni fornu þjóðkirkju Egypta.

Koptar komu saman í Kaíró í gær til þess að mótmæla árás öfgasinnaðra múslima á kirkju þeirra sem gerð var í síðustu viku. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en snérust fljótlega upp í mikil átök og kveiktu mótmælendur meðal annars í herbílum sem komið hafði verið fyrir utan sjónvarpsstöð borgarinnar. Auk þeirra 24 sem féllu eru rúmlega 200 særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×