Erlent

Chávez styður bandaríska mótmælendur

Hugo Chávez, forseti Venesúela.
Hugo Chávez, forseti Venesúela. Mynd/AFP
Hugo Chávez, forseti Venesúela, lýsti yfir samstöðu með bandarískum mótmælendum sem síðustu daga hafa mótmælt breikkandi bili milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum.

„Fátækt eykst og eymdin verður stöðugt meiri," sagði Chávez um ástandið í Bandaríkjunum og bætti við að samúð sín lægi öll hjá mótmælendum sem lent hefðu í fangelsi vegna mótmælanna undanfarið.

Þó Chávez sé enn að ná sér eftir krabbameinsaðgerð síðastliðinn júní er hann greinilega enn jafnopinn með sínar róttæku skoðanir og gagnrýni.

Mótmælin í Bandaríkjunum sem hófust í New York og hafa síðustu daga breiðst út um landið héldu áfram í gær. Mótmælendur í Washington reyndu að ryðjast inn í safn með háværar kröfur um að Bandaríkin hættu notkun á ómönnuðum orrustuflaugum. Til stimpinga kom við inngang safnsins. Öryggisvörður beitti piparúða.

Einnig gengu þúsundir manna til mótmæla í New York, söfnuðust saman í almenningsgarði þar í borg og héldu litla athöfn. Lucas Vasquez, námsmaður sem leiddi mótmælin,sagði mótmælendur stefna að því að setja upp búðir í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×