Erlent

Ráðist á kröfugöngu kvenna í Jemen

Karman er fyrsta Arabakonan sem hlýtir friðarverðlaun Nóbels.
Karman er fyrsta Arabakonan sem hlýtir friðarverðlaun Nóbels. mynd/AFP
Talið er að 22 konur hafi slasast í kröfugöngu í Jemen í gær. Þúsundir kvenna komu saman til að fagna því að Tawakkol Karman hafi fengið friðarverðlaun Nóbels á föstudaginn. Hún var ein þriggja kvenna sem fengu verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna.

Kröfugangan átti sér stað í Taiz í suðurhluta Jemen. Vitna segja að stuðningsmenn ríkisstjórnar Jemens hafi lamið konurnar og fleygt steinum að þeim.

Khalid Al-Anesi, sem barist hefur fyrir mannréttindum í Jemen, sagði að árásin hafi verið skilaboð frá ríkisstjórn landsins - hún vilji koma í veg fyrir frekari mótmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×