Erlent

Fleiri handtökur í kjölfar óeirða á Bretlandi

Tilfelli Knotts er eitt af mörgum einkennilegum málum sem komið upp í kjölfar óeirðanna.
Tilfelli Knotts er eitt af mörgum einkennilegum málum sem komið upp í kjölfar óeirðanna. mynd/Metropolitan Police
Yfirvöld í Bretlandi eru enn að rannsaka mál tengd óeirðunum þar í sumar. Lögreglumenn fara í gegnum gríðarlegt gagn myndbandsupptakna í þeirri von að handsama þá sem brutu af sér.

Talsmaður Scotland Yard segir að á vikunum síðan óeirðirnar áttu sér stað hafi margir verið handteknir. Hann sagði að sum málin væru afar sérstök.

Mál Davids Knott má vissulega kalla sérstakt enda var hann bundinn við hjólastól þegar óeirðirnar áttu sér stað. Á myndbandsupptöku sást til Knotts með flatskjá í kjöltunni. Knott var fundinn sekur um að hafa meðhöndluð stolinn varning og var dæmdur í 12 mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×