Erlent

Bob Dylan sakaður um hugverkastuld

Bob Dylan.
Bob Dylan.
Málverk poppsöngvarans Bob Dylan þykja óþægilega lík þekktum ljósmyndum listamanna á borð við Henri Carier-Bresson.

Myndir Dylans eru kallaðar Asíska röðin (e. The Asian Series). Þær eiga að sögn að byggja á persónulegri reynslu Dylans af ferðum um Japan, Kína, Víetnam og Kóreu. Mörgum þykir erfitt að trúa þeirri fullyrðingu eftir að hafa séð líkindi myndanna við eldri ljósmyndir.

„Það merkilega er að Dylan notar ekki bara málverk sem innblástur, hann hefur greinilega séð þessar ljósmyndir og hermt nákvæmlega eftir þeim," segir gagnrýnir um verk hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×