Erlent

Efnahagsvandi Evrópu til umræðu á G20 fundinum

G20 fundurinn verður haldinn í nóvember.
G20 fundurinn verður haldinn í nóvember.
Í bréfi til æðstu stjórnenda Evrópusambandsins sögðu Jose Manuel Barroso og Herman Van Rompuy, forsetar Framkvæmdarstjórnar og Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að efnahagsvandi Evrópu yrði helsta umræðuefni G20 fundarins nú í nóvember.

Sögðu þeir að það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir áhyggjur leiðtoga helstu efnahagsvelda heimsins að skuldavandi Evrópu dreifist til fleiri landa. Evrópusambandið verði að sýna fram að það sé að taka á málunum.

Í G20 hópnum koma saman helstu efnahagsveldi heimsins. Fundurinn verður haldinn 3-4. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×