Erlent

Tusk sigraði í Póllandi

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. Mynd/AP
Forsætisráðherra Póllands Donald Tusk og flokkur hans fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkur Tusks rúmum tíu prósentum meira en flokkur Jaroslaws Kaczynskis, sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn.

Kazcynski hefur þegar játað ósigur sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem sami flokkurinn vinnur tvær kosningar í röð í Póllandi frá því kommúnistastjórnin fór frá völdum árið 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×