Erlent

Fellibylur við strendur Mexíkó

Gervihnattarmynd af fellibylnum frá því í dag.
Gervihnattarmynd af fellibylnum frá því í dag. Mynd/AFP
Fellibylur sem nefnist Jova stefnir nú upp að ströndum Mexíkó. Fellibylurinn er nú í styrktarflokki eitt og mældist vindhraði hans í morgun um 140 km/klst.

Gert er ráð fyrir því að fellibylurinn styrkist enn frekar á næstu dögum og búast menn við því að hann gangi á land í Mexíkó á þriðjudaginn eða seint á mánudag.

Sem komið er hafa fimm fellibylir myndast á þessu Atlantshafs stormatímabili. Tímabilið mun enda 30. nóvember næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×