Erlent

Tveir létu lífið í sprengingu

Mikið magn af flugeldum sprakk í vöruhúsinu.
Mikið magn af flugeldum sprakk í vöruhúsinu.
Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar sprenging varð í vöruhúsi í þorpinu Andst á Jótlandi í Danmörku í gær.

Húsið varð fljótt alelda og gekk illa að slökkva eldinn en ekki liggur fyrir hversu margir voru í húsinu þegar sprengingin varð. Mikið magn af flugeldum var geymt í húsinu og var því ákveðið að rýma nálæg íbúðarhús af ótta við fleiri sprengingar.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×