Erlent

Alþjóðlegir sérfræðingar í Fukushima

Kjarnorkuverið í Fukushima.
Kjarnorkuverið í Fukushima.
Sérfræðingar frá Alþjóðlegu kjarnorkustofnunin (INEA) eru staddir í Fukushima-borg til að fylgjast með tilraunum yfirvalda til að hreinsa svæðið.

Hópurinn, sem samanstendur af tólf mönnum, mun gefa yfirvöldum í Japan stutta skýrslu um heimsókn sína í lok næstu viku. Hann mun svo setja saman ítarlegt yfirlit um málið sem verður opinberað í næsta mánuði.

Stofnunin heimsótti svæðið síðastliðinn júní. Þá gagnrýndi hún hve illa kjarnorkuverið hafði verið búið undir náttúruhamfarir, en hrósaði stjórnvöldum fyrir vinnu sína eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×