Erlent

Listamenn „Yfirtaka Wall Street"

Mynd/AFP
Síðustu 22 daga hefur fólk í Bandaríkjunum mótmælt vegna efnahagsástands landsins undir yfirskriftinni „Yfirtökum Wall Street". Hingað til hefur lögregla þó meinað þeim aðgang að götunni sjálfri.

Í gær barst hreyfingunni liðsauki úr óvæntri átt, því listamenn settu upp sýningu innblásna af mótmælunum í húsi við götuna. Hún var nánar tiltekið sett upp í húsi sem byggt var árið 1914 sem höfuðstöðvar fjárfestisins J. P. Morgan.

Listasýningin nefnist No Comment og inniheldur margskonar verk með pólitísku ívafi. Hún átti aðeins að vera opin í einn sólarhring, eða þangað til í kvöld, samkvæmt frétt The New York Times.

Samkvæmt Twitter-síðu manns sem kallar sig RDevro virðist lögreglan hins vegar þegar hafa lokað sýningunni. Hann segir tíu stóra bíla frá lögreglunni hafa komið að húsinu í gær. Ekki hafi þó komið til átaka, en sýningunni verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×