Erlent

Tusk spáð sigri í Póllandi

Donald Tusk, forsætisráðherra, á kjörstað í Póllandi í morgun.
Donald Tusk, forsætisráðherra, á kjörstað í Póllandi í morgun. Mynd/AFP
Borgaravettvangi, flokki Donalds Tusk forsætisráðherra Póllands, er spáð sigri í þingkosningum í Póllandi í dag. Gangi það eftir verður það í fyrsta skipti sem ríkisstjórn heldur velli í þingkosningum þar í landi frá lokum kalda stríðsins.

Stærsta stjórnarandstöðuflokknum, laga og réttlætisflokki Jaroslaw Kanczynski, er einnig spáð góðu gengi en fylgi flokksins hefur farið vaxandi á undanförnum vikum.

Kjörstaðir voru opnaði í morgun en um þrjátíu milljónir eru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×