Erlent

Jobs skilur eftir sig nýjar hugmyndir

Steve Jobs setti mark sitt á eplið svo um munaði.
Steve Jobs setti mark sitt á eplið svo um munaði. Mynd/AFP
Hinn nýlátni forstjóri Apple, Steve Jobs virðist hafa skilið eftir sig uppkast að nýjum vörum sem munu endast fyrirtækinu næstu fjögur árin. Frá þessu er greint á vefmiðli The Daily Mail.

Þrátt fyrir að hafa tekist á við alvarleg veikindi undanfarið vann Steve Jobs að vörum sem hann áleit að myndu tryggja framtíð fyrirtækisins. Meðal þeirra eru uppfærðar týpur af ipod, ipad, iphone og macbook. Þá má einnig nefna hið svonefnda iCloud verkefni, sem Jobs leiddi fyrir fráfall sitt og mun gera Apple-notendum kleift að vista gögn sín á fjarlægum diskum utan tölvunnar.

Síðan Jobs féll frá hafa samskiptamiðlar heimsins beinlínis logað af samúðarkveðjum.

Mörg sniðug smáverk honum til heiðurs hafa litið dagsins ljós. Þeirra á meðal má nefna myndina af eplinu og Jobs hér að ofan. Einnig má nefna þessa eftirminnilegu setningu. Þrjú epli hafa breytt heiminum; eplið sem Eva át, eplið sem féll í hausinn á Newton og eplið sem Steve Jobs bjó til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×