Erlent

Uppreisnarmenn með undirtökin í Sirte

Nú virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær bærinn Sirte í Líbíu fellur í hendur uppreisnarmanna sem nú fara með völdin í Líbíu. Sirte er fæðingarbær Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra landsins og þangað höfðu hörðustu stuðningsmenn hans hörfað þegar leiðtoginn missti tökin í landinu.

Harðir bardagar hafa geisað þar síðustu vikur en nú hafa uppreisnarmenn stærstan hluta Sirte á sínu valdi.  Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn en uppreisnarmenn segjast  ætla að lýsa yfir fullnaðarsigri og frelsun Líbíu um leið og Sirte fellur alfarið í hendur þeirra. Þá skipti ekki máli hvort Gaddafí verði kominn í leitirnar eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×