Erlent Átökin við Hama halda áfram Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu. Erlent 3.8.2011 07:45 Mikill eldsvoði á Suður-Jótlandi í nótt Slökkviliðið á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur barist í fleiri tíma í nótt við mikinn eldsvoða í tveimur byggingum endurmenntunarskóla í bænum Haderslev. Erlent 3.8.2011 07:43 Mubarak fyrir dómara í dag Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefjast í Kaíró í dag. Mubarak er ákærður um spillingu og að hafa fyrirskipað árásir á mótmælendur en dauðarefsing liggur við þessum glæpum. Erlent 3.8.2011 07:41 Ástandið versnar enn í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tólf milljónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum. Erlent 3.8.2011 07:30 Segjast hafa fundið gröf Filippus postula Ítalskir fornleifafræðingar eru fullvissir um að þeir hafi fundið gröf eins af postulunum 12 í rústum fornrar kirkju í borginni Hierapolis í Tyrklandi. Erlent 3.8.2011 07:20 Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu. Erlent 3.8.2011 04:30 Maður sem keyrði á ofurlöggu dæmdur í 23 mánaða fangelsi Lögreglufulltrúinn Dan Pascoe hefur fengið viðurnefnið "Véllöggan“ í erlendum miðlum, eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann sást rísa upp af götunni og hlaupa á eftir manni sem keyrði um á stolnum bíl, aðeins andartaki eftir árekstur við bílþjófinn. Erlent 2.8.2011 23:30 Binladen group og sádí-arabískur prins byggja heimsins hæsta turn Turninn mun bera nafnið Kingdom Tower og verður einn kílómeter á hæð, eða 172 metrum hærri en hæsta bygging heims í dag, Burj Khalifa. Nýji turninn mun rísa fyrir norðan borgina Jeddah í Sádí-Arabíu. Erlent 2.8.2011 22:00 Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk. Erlent 2.8.2011 21:00 Umdeilt frumvarp samþykkt á síðustu stundu Umdeilt frumvarp um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins var samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en frestur til þess rann út. Erlent 2.8.2011 19:45 Froðukastari dæmdur í sex vikna fangelsi Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi. Hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti. Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli. Erlent 2.8.2011 15:47 Fundu 20 milljóna ára gamla höfuðkúpu af apa Úganskir og franskir steingervingafræðingar tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið 20 milljón ára gamla höfuðkúpu af apa af tegundinni Ugandapithecus. Erlent 2.8.2011 14:31 Safna saman eigum fólksins í Útey Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu. Erlent 2.8.2011 11:20 Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug. Erlent 2.8.2011 10:30 Nýr hitabeltisstormur í Karabíska hafinu Hitabeltisstormurinn Emily er nú að sækja í sig veðrið í Karabíska hafinu. Sem stendur er vindhraði Emily rúmlega 60 kílómetrar á klukkustund og fer vaxandi. Erlent 2.8.2011 07:23 Talið að 130 hafi fallið í Hama í Sýrlandi Stjórnarherinn í Sýrlandi heldur áfram að ráðast á almenning í borginni Hama og nágrenni með skriðdrekum og leyniskyttum. Erlent 2.8.2011 07:18 Smöluðu saman 3.000 minkum á Fjóni Um 30 íbúar í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku eyddu frídegi verslunarmanna við að hafa upp á og smala saman um 3.000 minkum sem sluppu úr búrum sínum á minkabúi sem þarna er staðsett. Erlent 2.8.2011 07:13 Meirihluti Vestur Evrópubúa skyldur faróanum Tutankhamun Vísindamenn hafa komist að því að meirihluti Vestur-Evrópubúa er skyldur faróanum Tutankhamun sem ríkti í Egyptalandi fyrir 3.000 árum síðan. Erlent 2.8.2011 06:46 Fimm ára gömul börn með átröskun Börn, allt niður í fimm ára að aldri, eru lögð inn á sjúkrastofnanir í Bretlandi vegna lystarstols. Kona sem glímt hefur við lystarstol, eða anorexiu eins og sjúkdómurinn heitir á enska vísu, segir við sky fréttastöðina að glanstímaritum sé ekki um að kenna. Erlent 1.8.2011 20:15 Leiðtogi glæpasamtaka játar aðild að 1500 morðum Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum. Erlent 1.8.2011 16:32 Tuttugu þúsund fangar fái frelsi Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur. Erlent 1.8.2011 16:13 Stoltenberg aldrei verið vinsælli Forsætisráðherra Noregs hefur öðrum fremur verið í sviðsljósinu í kjölfar hryðjuverkanna. Hann hefur aldrei verið vinsælli og hefur hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína. Viðbrögð hans allt frá byrjun hafa vakið athygli. Erlent 1.8.2011 15:00 Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri. Erlent 1.8.2011 13:53 Ellefu fórnarlambanna í framboði fyrir Verkamannaflokkinn Ellefu af þeim ungmennum sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í Útey höfðu boðið sig fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Noregi. Erlent 1.8.2011 12:54 Vitorðsmönnum verður refsað Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð. Erlent 1.8.2011 10:09 Netanyahu lofar breytingum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofar breytingum og segist ætla að koma til móts við óánægjuraddir Ísraela. Breytinga sé þörf hvað nálgun og áherslur í efnahagsmálum varðar sem bein áhrif hafi á helstu stoðir samfélagsins. Erlent 1.8.2011 08:00 Dagblað sektað vegna ritdóms Breska blaðið The Daily Telegraph hefur verið sektað vegna ritdóms Lynns Barber frá árinu 2008 um bókina Seven Days in the Art World sem Sarah Thornton skrifaði. Erlent 1.8.2011 06:00 Drusluganga í Nýju-Delí Hundruð kvenna tóku þátt í druslugöngu í Nýju-Delí í dag en líkt og í öðrum sambærilegum göngum er ætlunin að vekja athygli á fordómum sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Erlent 31.7.2011 23:00 Forsetafrúin má ekki bjóða sig fram til forseta Sandra Torres, fyrrverandi forsetafrú Gvatemala, fær ekki að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara í september. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu í dag. Erlent 31.7.2011 22:00 Réttað yfir Hosni Mubarak í lögregluskóla Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hefjast á miðvikudaginn hafa verið færð til af öryggisástæðum. Til stóð að rétta yfir honum í miðborg Kaíró eða í strandbænum Sharm el-Sheikh þar sem Mubarak og fjölskylda hans hafa dvalið frá því hann hrökklaðist frá völdum fyrr á árinu. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að réttarhöldin fari fram í lögregluskóla í útjaðri Kaíró. Þetta er gert til að tryggja öryggi Mubarak, dómara og annarra sem verða viðstaddir réttarhöldin. Erlent 31.7.2011 20:30 « ‹ ›
Átökin við Hama halda áfram Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu. Erlent 3.8.2011 07:45
Mikill eldsvoði á Suður-Jótlandi í nótt Slökkviliðið á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur barist í fleiri tíma í nótt við mikinn eldsvoða í tveimur byggingum endurmenntunarskóla í bænum Haderslev. Erlent 3.8.2011 07:43
Mubarak fyrir dómara í dag Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefjast í Kaíró í dag. Mubarak er ákærður um spillingu og að hafa fyrirskipað árásir á mótmælendur en dauðarefsing liggur við þessum glæpum. Erlent 3.8.2011 07:41
Ástandið versnar enn í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tólf milljónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum. Erlent 3.8.2011 07:30
Segjast hafa fundið gröf Filippus postula Ítalskir fornleifafræðingar eru fullvissir um að þeir hafi fundið gröf eins af postulunum 12 í rústum fornrar kirkju í borginni Hierapolis í Tyrklandi. Erlent 3.8.2011 07:20
Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu. Erlent 3.8.2011 04:30
Maður sem keyrði á ofurlöggu dæmdur í 23 mánaða fangelsi Lögreglufulltrúinn Dan Pascoe hefur fengið viðurnefnið "Véllöggan“ í erlendum miðlum, eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann sást rísa upp af götunni og hlaupa á eftir manni sem keyrði um á stolnum bíl, aðeins andartaki eftir árekstur við bílþjófinn. Erlent 2.8.2011 23:30
Binladen group og sádí-arabískur prins byggja heimsins hæsta turn Turninn mun bera nafnið Kingdom Tower og verður einn kílómeter á hæð, eða 172 metrum hærri en hæsta bygging heims í dag, Burj Khalifa. Nýji turninn mun rísa fyrir norðan borgina Jeddah í Sádí-Arabíu. Erlent 2.8.2011 22:00
Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk. Erlent 2.8.2011 21:00
Umdeilt frumvarp samþykkt á síðustu stundu Umdeilt frumvarp um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins var samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en frestur til þess rann út. Erlent 2.8.2011 19:45
Froðukastari dæmdur í sex vikna fangelsi Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi. Hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti. Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli. Erlent 2.8.2011 15:47
Fundu 20 milljóna ára gamla höfuðkúpu af apa Úganskir og franskir steingervingafræðingar tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið 20 milljón ára gamla höfuðkúpu af apa af tegundinni Ugandapithecus. Erlent 2.8.2011 14:31
Safna saman eigum fólksins í Útey Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu. Erlent 2.8.2011 11:20
Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug. Erlent 2.8.2011 10:30
Nýr hitabeltisstormur í Karabíska hafinu Hitabeltisstormurinn Emily er nú að sækja í sig veðrið í Karabíska hafinu. Sem stendur er vindhraði Emily rúmlega 60 kílómetrar á klukkustund og fer vaxandi. Erlent 2.8.2011 07:23
Talið að 130 hafi fallið í Hama í Sýrlandi Stjórnarherinn í Sýrlandi heldur áfram að ráðast á almenning í borginni Hama og nágrenni með skriðdrekum og leyniskyttum. Erlent 2.8.2011 07:18
Smöluðu saman 3.000 minkum á Fjóni Um 30 íbúar í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku eyddu frídegi verslunarmanna við að hafa upp á og smala saman um 3.000 minkum sem sluppu úr búrum sínum á minkabúi sem þarna er staðsett. Erlent 2.8.2011 07:13
Meirihluti Vestur Evrópubúa skyldur faróanum Tutankhamun Vísindamenn hafa komist að því að meirihluti Vestur-Evrópubúa er skyldur faróanum Tutankhamun sem ríkti í Egyptalandi fyrir 3.000 árum síðan. Erlent 2.8.2011 06:46
Fimm ára gömul börn með átröskun Börn, allt niður í fimm ára að aldri, eru lögð inn á sjúkrastofnanir í Bretlandi vegna lystarstols. Kona sem glímt hefur við lystarstol, eða anorexiu eins og sjúkdómurinn heitir á enska vísu, segir við sky fréttastöðina að glanstímaritum sé ekki um að kenna. Erlent 1.8.2011 20:15
Leiðtogi glæpasamtaka játar aðild að 1500 morðum Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum. Erlent 1.8.2011 16:32
Tuttugu þúsund fangar fái frelsi Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur. Erlent 1.8.2011 16:13
Stoltenberg aldrei verið vinsælli Forsætisráðherra Noregs hefur öðrum fremur verið í sviðsljósinu í kjölfar hryðjuverkanna. Hann hefur aldrei verið vinsælli og hefur hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína. Viðbrögð hans allt frá byrjun hafa vakið athygli. Erlent 1.8.2011 15:00
Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri. Erlent 1.8.2011 13:53
Ellefu fórnarlambanna í framboði fyrir Verkamannaflokkinn Ellefu af þeim ungmennum sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í Útey höfðu boðið sig fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Noregi. Erlent 1.8.2011 12:54
Vitorðsmönnum verður refsað Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð. Erlent 1.8.2011 10:09
Netanyahu lofar breytingum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofar breytingum og segist ætla að koma til móts við óánægjuraddir Ísraela. Breytinga sé þörf hvað nálgun og áherslur í efnahagsmálum varðar sem bein áhrif hafi á helstu stoðir samfélagsins. Erlent 1.8.2011 08:00
Dagblað sektað vegna ritdóms Breska blaðið The Daily Telegraph hefur verið sektað vegna ritdóms Lynns Barber frá árinu 2008 um bókina Seven Days in the Art World sem Sarah Thornton skrifaði. Erlent 1.8.2011 06:00
Drusluganga í Nýju-Delí Hundruð kvenna tóku þátt í druslugöngu í Nýju-Delí í dag en líkt og í öðrum sambærilegum göngum er ætlunin að vekja athygli á fordómum sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Erlent 31.7.2011 23:00
Forsetafrúin má ekki bjóða sig fram til forseta Sandra Torres, fyrrverandi forsetafrú Gvatemala, fær ekki að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara í september. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu í dag. Erlent 31.7.2011 22:00
Réttað yfir Hosni Mubarak í lögregluskóla Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hefjast á miðvikudaginn hafa verið færð til af öryggisástæðum. Til stóð að rétta yfir honum í miðborg Kaíró eða í strandbænum Sharm el-Sheikh þar sem Mubarak og fjölskylda hans hafa dvalið frá því hann hrökklaðist frá völdum fyrr á árinu. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að réttarhöldin fari fram í lögregluskóla í útjaðri Kaíró. Þetta er gert til að tryggja öryggi Mubarak, dómara og annarra sem verða viðstaddir réttarhöldin. Erlent 31.7.2011 20:30