Erlent

Átök í Varsjá

Frá átökunum í dag.
Frá átökunum í dag. mynd/AFP
Átök brutust út milli þjóðernissinna og vinstrisinnaðra mótmælenda í Varsjá í dag. Rúmlega 20 voru fluttir á spítala og um 150 voru handteknir.

Erjurnar áttu sér stað í Varsjá, höfuðborg Póllands, en í dag héldu Pólverjar upp á sjálfstæði sitt.

Kröfugöngur þjóðernissinna eru algengar á hátíðardögum í Póllandi. Undanfarið hafa vinstrihópar í landinu stillt sér upp á móti kröfugöngunum og hafa átök átt sér stað í kjölfarið.

Óeirðarseggir réðust á lögregluna þegar hún reyndi að aðskilja hópana. Níu lögreglumenn slösuðust alvarlega samkvæmt yfirvöldum í Varsjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×