Erlent

Handtóku eiturlyfjaklíkur

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Antonio Bonfim Lopez, oft kalaður Nem.
Antonio Bonfim Lopez, oft kalaður Nem.
Sérsveitir brasilísku lögreglunnar náðu í morgun einu stærsta fátækrahverfi Rio de Janeiro á sitt vald en þar hafa brasilískir eiturlyfjabarónar ráðið lögum og lofum um þriggja áratuga skeið.

Fjölmennt lið sérsveita brasilíska hersins og óeirðarlögreglu réðst inn í hverfið Rocinha í stórborginni Rio de Janeiro fyrir sólarupprás í morgun í þeim tilgangi að uppræta eiturlyfjaklíkur sem þar hafa drottnað síðastliðna 30 áratugi.

Sérsveitarmenn voru allir vopnaðir en þeir notuðust einnig við hernaðarökutæki og þyrlur. Um hundrað þúsund manns búa í hverfinu en þeir urðu flestir varir við komu sveitanna þar sem ekki hefur verið hleypt af skotum frá sólarupprás sem þykir óeðlilegt á þessum slóðum.

Einn alræmdasti eiturlyfjabarón Brasilíu, Antonio Bonfim Lopez, sem gengur undir nafninu Nem, var handtekinn síðastliðinn fimmtudag er hann reyndi að flýja frá úthverfinu í skotti bíls.

Handtaka hans markaði upphaf þessara viðamiklu aðgerða yfirvalda sem hafa heitið því að herða öryggið í landinu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 og ólympíuleikana 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×