Erlent

Foreldrar æfir eftir að klámmyndastjarna las fyrir börnin

Grey er ein vinsælasta klámmyndastjarna veraldar.
Grey er ein vinsælasta klámmyndastjarna veraldar.
Foreldrar í Los Angeles í Bandaríkjunum eru æfir eftir að í ljós kom að klámmyndastjarnan Sasha Grey heimsótti nemendur í 1. bekk. Hún las fyrir börnin.

Heimsókn Grey í skólann var hluti af verkefni til að auka áhuga barna á lestri. Ýmsar stjörnur hafa verið fengnar til að lesa fyrir nemendur í grunnskólum í Los Angeles.

Grey er ein vinsælasta klámmyndastjarna í heimi en hún snéri baki við klámiðnaðinum fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Slúðurmiðillinn TMZ hefur undir höndum myndir af Grey í skólanum. Þar sést hún lesa fyrir börnin. Myndaumfjöllun TMZ má sjá hér.

En eftir að foreldrar kvörtuðu barst tilkynning frá grunnskólanum. Þar kemur fram að Grey hafi alls ekki heimsótt skólann og að myndirnar séu falskar.

Skólinn er eflaust ekki sá fyrsti til að afneita Grey. Líklega eru ófáir eiginmennirnir sem hafa þvertekið fyrir að hafa haft einhver kynni af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×