Erlent

Segir Jackson hafa vætt rúmið

Murray mun að öllum líkindum maka krókinn vegna tengsla sinna við Michael Jackson. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða Jacksons með gáleysi sínu.
Murray mun að öllum líkindum maka krókinn vegna tengsla sinna við Michael Jackson. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða Jacksons með gáleysi sínu. NordicPhotos/Getty
Conrad Murray er hvergi af baki dottinn þótt hann hafi verið sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi í vikunni.

Í gærkvöldi sýndi bandaríska sjónvarpsstöðin MSNBC heimildarmynd eftir lækninn sem nefnist Michael Jackson and the Doctor: A Fatal Friendship, en ættingjar poppgoðsins reyndu af öllum mætti að stöðva sýningu myndarinnar í allan gærdag án árangurs.

Tökur á heimildarmyndinni hófust um svipað leyti og Murray hóf störf hjá Jackson og þær héldu áfram eftir að poppstjarnan dó. Tom Roberts stýrði tökunum, en myndin er framleidd af Oktober Films og dreift af Zodiak Rights.

Í myndinni kemur meðal annars fram að forstjóri AEG Live, Randy Phillips, hafi tekið Murray afsíðis og spurt hann hvers konar smámunasemi þetta væri í Jackson. „Hvað er þetta með manninn, hann er að verða heimilislaus, hann er með níu lífverði, hvað er þetta eiginlega. Ég borga fyrir þetta allt.“ Phillips neitaði reyndar í réttarhaldinu yfir Murray að hafa sagt þessi orð.

Í heimildarmyndinni er einnig birt samtal tveggja lögfræðinga Jackson, þeirra Eds Chernoff og Michaels Flanagan. „Ég held að fjölmiðlar hafi gert Jackson skrýtnari en hann er í raun og veru,“ segir Chernoff en Flanagan hristir bara hausinn. „Skrýtnari en hann er? Þú ert að grínast, það er ekki hægt að vera skrýtnari en þetta.“

Murray heldur því jafnframt fram í myndinni að hann hafi skipað Jackson að þrífa svefnklefann sinn sökum þess að poppgoðið vætti enn þá rúmið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×