Erlent

Stofnandi Bleiku slaufunnar látin

Evelyn Lauder lést 75 ára að aldri úr krabbameini.
Evelyn Lauder lést 75 ára að aldri úr krabbameini.
Evelyn Lauder, fyrrum stjórnarformaður snyrtivörufyrirtækisins Estée Lauder, er látin 75 ára að aldri. Lauder er eflaust þekktust fyrir að hafa kynnt bleiku slaufuna fyrst allra en slaufan merki þeirra sem vilja minna baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Hún lést á heimili sínu á Manhattan í New York í gær úr krabbameini sem hún greindist með árið 2007.

Lauder kynnti slaufuna fyrst árið 1992 sagði þá að hún vildi sýna að hægt væri, með rannsóknum, aukinni menntun og fræðslu og skimunum fyrir brjóstakrabbameini, að sigrast á alvarlegum afleiðingum þessa algengasta krabbameins kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×