Erlent

27 fórust í sprengingu í herstöð

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint afp
Að minnsta kosti tuttugu og sjö fórust þegar sprengja sprakk í herstöð í grennd við Tehran höfuðborg Írans í morgun. Sprengingin varð þegar verið var að flytja vopn í geymslu í herstöðinni og segir talsmaður hersins að rúður hafi sprungið í íbúðarhúsum í grennd við herstöðina. Mikill eldur kviknaði sem erfitt var að slökkva en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðist sprengingin í miðborg Tehran sem er í fjörutíu kílómetra fjarlægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×