Erlent

Dómsmálaráðherra hættir

Knut Storberget
Knut Storberget
Norðmenn fengu nýjan dómsmálaráðherra í gær þegar Grete Faremo varnarmálaráðherra tók við embætti Knuts Storberget sem sagði af sér. Faremo hefur áður verið dómsmálaráðherra, árin 1992 til 1996.

Storberget hefur sætt gagnrýni undanfarið, meðal annars vegna viðbragða við hryðjuverkunum í júlí síðastliðnum og hrinu nauðgana sem gengið hefur yfir í Ósló.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra segir Storberget hafa beðið um að fá að hætta fyrir mörgum mánuðum. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×