Erlent

Ítalska öldungadeildin samþykkir niðurskurðartillögur

Mynd/AP
Ítalska öldungadeildin samþykkti í dag niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að koma í veg fyrir að Ítalía þurfi að leita á náðir Evrópusambandsins með lánapakka. Búist er við að tillögurnar verði samþykktar í neðri deild þingsins um helgina en Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur sagst ætla að segja af sér um leið og þær hafa verið samþykktar. Ný stjórn er í burðarliðnum og er talið að fyrrverandi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mario Monti, muni leiða hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×