Erlent

10 ára gömul stúlka eignaðist barn

Borgin Puebla í Mexíkó
Borgin Puebla í Mexíkó mynd/AFP
Tíu ára gömul stúlka eignaðist barn á spítalanum í Puebla í Mexíkó snemma í þessum mánuði. Stúlkan hafði gengið með barnið í 31 viku. Samkvæmt læknum var stúlkan í lífshættu þegar hún kom á spítalann.

Stúlkan gekk undir keisaraskurð á spítalanum en barnið var sex merkur. Hún eignaðist son.

Barnið er nú á gjörgæslu eftir að hafa fengið lungnabólgu stuttu eftir fæðinguna. Talsmaður spítalans greindi frá því að móðirin unga kæmi daglega á spítalann til að heimsækja barnið.

Læknar telja að mæðginin muni bæði ná sér að fullu.

Yfirvöld í Mexíkó rannsaka nú hvort að stúlkunni hafi verið nauðgað. Málið svipar mjög til atviks sem átti sér stað í ágúst á síðasta ári en þá eignaðist 11 ára gömul stúlka barn. Henni hafði verið nauðgað af stjúpföður sínum.

Samræðisaldur í Mexíkó er 12 ára. Fóstureyðingar eru ólöglegar nema í tilfelli misnotkunnar eða nauðgunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×