Erlent

Modern Warfare 3 slær sölumet

Starfsmaður verslunarinnar Gamestop í Bandaríkjunum undirbýr miðnæturopnun fyrr í vikunni.
Starfsmaður verslunarinnar Gamestop í Bandaríkjunum undirbýr miðnæturopnun fyrr í vikunni. mynd/AFP
Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 hefur slegið sölumetið sem forveri sinn státaði af. Leikjaserían er sú vinsælasta í heimi.

Í tilkynningu frá tölvuleikjaframleiðandanum Activision kemur fram að 6.4 milljón eintök af Modern Warfare 3 hafi selst á einum sólarhring en það samsvarar rúmum 400 milljón dollurum í sölutekjur.

Gríðarleg eftirvænting var fyrir leiknum en Modern Warfare 3 kepptist á við skotleikinn Battlefield 3 sem þróaður var af Electronic Arts. Tæplega 5 milljón eintök af Battlefield 3 seldust á fyrsta sólarhring eftir að hann kom út þann 25. október síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×