Erlent

Lofaði glæpamönnum bjór

Einn kaldur
Einn kaldur
Lögreglunni í Derbyshire í Bretlandi tókst að handsama 19 eftirlýsta glæpamenn með heldur nýstárlegri aðferð; hún lofaði glæpamönnunum ókeypis bjór.

Lögreglan sendi tugum eftirlýstra bréf þar sem þeim var lofaður kassi af bjór ef þeir hringdu í uppgefið símanúmer. Það voru hins vegar lögreglumenn sem tóku upp tólið á hinum endanum, sem lofuðu að afhenda bjórinn á fyrirfram ákveðnum stað og tíma.

Það þarf vart að taka fram að glæpamennirnir fengu engan kaldan að launum þegar þeir mættu að sækja bjórinn, heldur voru þeir verðlaunaðir með handjárnum og gistingu í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×