Erlent

Innanríkisráðherra Mexíkó lést í þyrluslysi

Mora hafði gengt embættinu frá því í júlí á síðasta ári.
Mora hafði gengt embættinu frá því í júlí á síðasta ári. mynd/AFP
Innanríkisráðherra Mexíkó, Francisco Blake Mora, lést í þyrluslysi í Mexíkó í dag. Yfirvöld segja að átta manns hafi verið í þyrlunni og að allir hafi látið lífið í slysinu.

Þyrlan var á leið til Cuernavaca en Mora hugðist funda með saksóknurum.

Mora var skipaður innanríkisráðherra í júlí á síðasta ári. Hann stjórnaði meðal annars baráttunni við fíkniefnagengi sem valdað hafa miklum usla í Mexíkó á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×