Erlent

Vitni hafa dregið framburð til baka

Troy Davis
Troy Davis mynd AFP
Aftaka Troy Davis vakti heimsathygli, enda lék talsverður vafi á sekt hans. Davis var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglumann árið 1989. Engin áþreifanleg sönnunargögn lágu fyrir en dómurinn byggði á framburði níu vitna.

Síðan þá hafa sjö vitnanna dregið framburð sinn til baka, sumir hafa sakað lögreglu um að hafa beitt þá þrýstingi. Annar af hinum tveimur hefur ekki viljað tjá sig að nokkru leyti frá því að dómurinn var kveðinn upp og síðasta vitnið er einmitt sá maður sem flest bönd beinast að í ljósi nýrra upplýsinga um morðið.

Þrátt fyrir hávær og fjölmenn mótmæli sem breiddust út um allan heim hlaut Davis ekki náð fyrir augum áfrýjunardómstóla í Georgíu og var tekinn af lífi 21. september með banvænni sprautu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×