Erlent

Hagfræðingur líklega næsti forsætisráðherra Ítalíu

Mario Monti verður líklega næsti forsætisráðherra Ítalíu.
Mario Monti verður líklega næsti forsætisráðherra Ítalíu. mynd/afp
Talið er líklegt að Mario Monti, sextí og átta ára hagfræðingur og stjórnandi Bocconi háskólans í Mílanó verði næsti forsætisráðherra Ítalíu eftir að Silvio Berlosconi sagði af sér í gær. Stefnt er að því að ný ríkisstjórn takið við stjórnartaumunum í dag.

Það var fagnað á götum Rómarborgar í gær þegar Silvio Berlosconi gekk á fund Giorgio Napolitano, forseta ítalíu, og baðst lausnar.

Ítalska þingið afgreiddi í gær efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem felur í sér tæplega sextíu milljarða evra niðurskurð á opinberum útgjöldum, eða sem nemur um níu þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Hækka á skatta, frysta laun opinberra starfsmanna og hækka eftirlaunaaldur.

Talið er líklegt að Mario Monti, sextíu og átta ára hagfræðingur og stjórnandi Bocconi háskólans í Mílano verði næsti forsætisráðherra en stefnt er að því að ný ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum í dag. Fyrsta verk hins nýja forsætisráðherra verður að ná stöðugleika í ríkisfjármálum en Ítalir eru miklum þrýstingi frá evrópusambandinu um að ná tökum á efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×