Erlent

Mexíkóskir fjölmiðar segja slys ráðherra samsæri

Blake Mora
Blake Mora
Innanríkisráðherra Mexíkó, einn helsti baráttumaður landsins gegn eiturlyfjum, lést í þyrluslysi nærri Mexíkóborg í gær.

Francisco Blake Mora fórst ásamt sjö öðrum þegar þyrla hans, sem var á leiðinni til borgarinnar Cuernavaca, 60 kílómetra suðvestur af Mexíkóborg, hrapaði til jarðar. Aðstoðar innanríkisráðherra landsins Felipe Zamora er einnig á meðal þeirra látnu ásamt tveimur embættismönnum. Orsök slyssins eru ókunn en veðuraðstæður voru mjög slæmar.

Blake Mora, sem var 45 ára gamall, barðist ötullega við að uppræta glæpaklíkur og spillingu í valdatíð sinni og þykir fráfall hans veikja stöðu þarlendra yfirvalda í þeirri baráttunni.

Mexíkóskir fjölmiðlar hafa margir komið með samsæriskenningar um slysið en forveri hans, Juan Camilo Mourino, lét lífið í flugslysi í nóvember fyrir þremur árum.

Embætti innanríkisráðherra er það æðsta í ríkisstjórn Mexíkó og var Blake Mora því næstæðsti embættismaður landsins á eftir forsetanum Felipe Calderon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×