Erlent

Pyntaður af djöfladýrkendum í tvo daga

Hvern hefði grunað að þessar ungu konur væru með óhreint mjöl í pokahorninu?
Hvern hefði grunað að þessar ungu konur væru með óhreint mjöl í pokahorninu?
Tvær ungar konur frá Milwaukee í Bandaríkjunum eru nú í haldi lögreglu sakaðar um að hafa pyntað átján ára gamlan mann og stungið hann rúmlega 300 sinnum. Pilturinn hafði ferðast frá Arizona til Milwaukee til þess að hitta stelpu sem hann hafði kynnst í spjalli á Netinu. Þegar hann bankaði upp á tóku tvær stúlkur á móti honum og yfirbuguðu hann snarlega.

Hann segir að þær hafi bundið sig niður og síðan tekið til við að skera hann með hnífum og allskyns tólum. Svo virðist sem um einhverskonar djöfladýrkunarathöfn hafi verið að ræða enda fundust nokkrar bækur um satanisma í íbúð stúlknanna.

Þrátt fyrir allar hnífstungurnar lifði maðurinn raunina af og að lokum tókst honum að sleppa og segja lögreglu sögu sína. Eru stúlkurnar nú báðar í haldi og málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×