Dauðarefsingar á undanhaldi Þorgils Jónsson skrifar 13. nóvember 2011 22:00 Hundruð manna eru tekin af lífi í nafni laga og réttar ár hvert um heim allan mynd úr safni Hundruð manna eru tekin af lífi í nafni laga og réttar ár hvert um heim allan. Baráttan gegn dauðarefsingum hefur þó skilað sér í fækkun landa sem beita slíkum refsingum. Þorgils Jónsson kynnti sér stöðu mála og baráttuna gegn dauðarefsingum. Dauðarefsingu yfir Hank Skinner var frestað á miðvikudaginn þar sem áfrýjunardómstóll í Texas í Bandaríkjunum tekur nú afstöðu til þess hvort framkvæma eigi frekari DNA-rannsókn á sönnunargögnum í máli hans. Skinner var sakfelldur fyrir morð á sambýliskonu sinni og tveimur uppkomnum sonum hennar árið 1995. Hann hefur alla tíð neitað sök og beðið um að blóð á sönnunargögnum verði rannsakað frekar. Skinner fékk fullnustu dómsins einnig frestað í fyrra, 35 mínútum áður en aftakan átti að fara fram. Mál sem þessi eru í forgrunni baráttunnar fyrir afnámi dauðarefsinga, en mörg hundruð manns um allan heim eru tekin af lífi á hverju ári. Helstu rökin fyrir afnámi dauðarefsinga eru einmitt þau að sönnunargögn sem koma fram eftir að dómur er kveðinn upp geta sannað sakleysi viðkomandi og þar af leiðandi snúið við dómi. Alls hefur dauðadómi yfir 138 föngum í Bandaríkjunum verið hnekkt í ljósi nýrra upplýsinga. Slík sakaruppgjöf gagnast þó lítið þeim sem þegar hefur verið tekinn af lífi.Fjögur fjölmennustu ríkin beita dauðarefsingum Í umræðu um dauðarefsingar beinist kastljósið yfirleitt fyrst og fremst að Bandaríkjunum, enda eru þau eina vestræna lýðræðisríkið þar sem slíkt tíðkast. Dauðarefsingar eru bannaðar í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins og í raun er aðeins eitt ríki í Evrópu sem tekur dæmda sakamenn af lífi, Hvíta-Rússland. Dauðarefsingar hafa ekki enn verið formlega afnumdar í Lettlandi, þar sem enn má dæma til dauða fyrir stríðsglæpi, og í Rússlandi. Þar voru dauðadómar bannaðir tímabundið árið 1996 og hafa ekki verið kveðnir upp síðan. Merkilegt er til þess að líta að fjögur fjölmennustu ríki veraldar, Kína, Indland, Bandaríkin og Indónesía, leyfa öll dauðarefsingar, en Indland og Indónesía hafa að vísu ekki stundað aftökur síðustu ár. Fjögur ríki í svokölluðum G20 hópi helstu efnahagsvelda heimsins framkvæmdu aftökur á síðasta ári, Japan og Sádi-Arabía auk Kína og Bandaríkjanna. Síðasta aftakan á Íslandi fór fram árið 1830, þegar Agnes og Friðrik voru hálshöggvin eins og frægt er orðið. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpri öld síðar, eða árið 1928, sem dauðarefsing var afnumin að fullu með lögum.1.273 aftökur á 35 árum Dauðarefsingar voru afnumdar í Bandaríkjunum árið 1972 en svo leyfðar aftur fjórum árum síðar og er það nú hvers ríkis að ákveða hvort þær eru leyfðar. Eins og sakir standa eru dauðarefsingar leyfðar í 34 af 50 ríkjum, en síðustu ár hafa fjögur ríki afnumið dauðarefsingar, síðast Illinois í júlí í ár. Frá 1976 hafa 1.273 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, þar af 1.130 frá árinu 1991. Síðustu tuttugu ár hafa yfirleitt um 50 aftökur verið framkvæmdar á ári. Dauðadómar í Bandaríkjunum einskorðast við morðmál, en síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi fyrir annars konar mál var James Coburn sem var líflátinn árið 1964 fyrir rán. Enn eru til lagaákvæði í einstökum ríkjum þar sem leyft er að dæma til dauða fyrir brot eins og endurtekið barnaníð. Þó ber að geta þess að samkvæmt alríkislögum liggur dauðarefsing við föðurlandssvikum.Enginn fælingarmáttur Það sem helst hefur verið gagnrýnt varðandi dauðarefsingar (fyrir utan þá meginspurningu hvort ríkið sé þess frekar umkomið að svipta menn lífi) er hvort þær hafi í raun þann fælingarmátt sem margir trúa. Samkvæmt könnun meðal bandarískra afbrotafræðinga sem félagasamtökin Death Penalty Information Center vísa í, eru aðeins 5% þeirra á þeirri skoðun að dauðarefsing sé virk leið til þess að fækka morðum. Um leið efast 60% almennings þar í landi um að dauðarefsingar hafi nokkurn fælingarmátt gegn morðum. Annað sem styður þær efasemdir er sú staðreynd að morðtíðni miðað við mannfjölda er nokkru yfir landsmeðaltali í Suðurríkjunum, þar sem rúm 80% allra aftaka hafa átt sér stað frá árinu 1976 (5,6 morð á hverja 100.000 íbúa miðað við 4,8 á landsvísu). Loks má nefna hróplegt ósamræmi í kynþáttahlutfalli þar sem rúmlega helmingur fanga á dauðadeildum Bandaríkjanna er annaðhvort blökkumenn eða af rómansk-amerískum uppruna og kannanir sýna að þrisvar sinnum meiri líkur eru á því að dauðadómur verði kveðinn upp ef fórnarlömb eru hvít á hörund.Kína tekur flesta af lífi Þrátt fyrir áhersluna á Bandaríkin eru mörg önnur lönd stórtækari hvað varðar aftökur í nafni laga. 23 lönd fullnægðu dauðadómum á síðasta ári og 527 manns hið minnsta voru tekin af lífi, að því er kemur fram í tölum Amnesty International, sem hafa lengi barist gegn dauðarefsingum. Kína tók flesta af lífi árið 2010, en þó að engar opinberar tölur liggi fyrir er fastlega gert ráð fyrir að fjöldi aftaka hlaupi á hundruðum eða þúsundum. Íran kom þar á eftir með 252 aftökur hið minnsta, Norður-Kórea var með 60 aftökur hið minnsta og Jemen var með að minnsta kosti 53 aftökur. Bandaríkin voru svo í fimmta sæti með 46 aftökur, en það sem af er ári hafa 39 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.Baráttan skilar árangri Síðustu ár og áratugi hefur þróunin að mestu verið á einn veg. Á hverju ári fjölgar þeim ríkjum sem banna dauðarefsingar alfarið og auk þess láta mörg þeirra ríkja sem þó halda í löggjöf sína, í ljós minni vilja til að framfylgja dauðadómum. Samkvæmt Amnesty International höfðu aðeins 16 ríki bannað dauðarefsingar árið 1977 en þeim fjölgaði ört í kjölfar lýðræðisvæðingar í Mið- og Suður-Ameríku og Austur-Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Undir lok síðasta árs höfðu 139 ríki annaðhvort afnumið dauðarefsingar eða hætt að beita þeim í áratug eða lengur. Þá hafa mörg önnur ríki fækkað brotum sem dauðarefsing liggur við, án þess að afnema dauðarefsingar með öllu. Alþjóðlegar kröfur um að ríki virði mannréttindi þegna sinna, þar á meðal með samþykktum og ályktunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hafa einnig orðið háværari, sem hefur leitt til þess að mörg ríki hafa endurskoðað afstöðu sína til dauðarefsinga. Síðasta ályktun allsherjarþings SÞ frá síðasta ári um að aðildarríki láti tímabundið af dauðadómum fékk mun meiri stuðning en sams konar ályktun árið 2008. Þar bættust fimm ríki frá Afríku og Asíu við hóp þeirra sem studdu ályktunina og fimm önnur fóru úr andstöðu yfir í að sitja hjá.Heimildir: Vísindavefurinn, Amnesty International, Death Penalty Information Center, Guardian. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Hundruð manna eru tekin af lífi í nafni laga og réttar ár hvert um heim allan. Baráttan gegn dauðarefsingum hefur þó skilað sér í fækkun landa sem beita slíkum refsingum. Þorgils Jónsson kynnti sér stöðu mála og baráttuna gegn dauðarefsingum. Dauðarefsingu yfir Hank Skinner var frestað á miðvikudaginn þar sem áfrýjunardómstóll í Texas í Bandaríkjunum tekur nú afstöðu til þess hvort framkvæma eigi frekari DNA-rannsókn á sönnunargögnum í máli hans. Skinner var sakfelldur fyrir morð á sambýliskonu sinni og tveimur uppkomnum sonum hennar árið 1995. Hann hefur alla tíð neitað sök og beðið um að blóð á sönnunargögnum verði rannsakað frekar. Skinner fékk fullnustu dómsins einnig frestað í fyrra, 35 mínútum áður en aftakan átti að fara fram. Mál sem þessi eru í forgrunni baráttunnar fyrir afnámi dauðarefsinga, en mörg hundruð manns um allan heim eru tekin af lífi á hverju ári. Helstu rökin fyrir afnámi dauðarefsinga eru einmitt þau að sönnunargögn sem koma fram eftir að dómur er kveðinn upp geta sannað sakleysi viðkomandi og þar af leiðandi snúið við dómi. Alls hefur dauðadómi yfir 138 föngum í Bandaríkjunum verið hnekkt í ljósi nýrra upplýsinga. Slík sakaruppgjöf gagnast þó lítið þeim sem þegar hefur verið tekinn af lífi.Fjögur fjölmennustu ríkin beita dauðarefsingum Í umræðu um dauðarefsingar beinist kastljósið yfirleitt fyrst og fremst að Bandaríkjunum, enda eru þau eina vestræna lýðræðisríkið þar sem slíkt tíðkast. Dauðarefsingar eru bannaðar í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins og í raun er aðeins eitt ríki í Evrópu sem tekur dæmda sakamenn af lífi, Hvíta-Rússland. Dauðarefsingar hafa ekki enn verið formlega afnumdar í Lettlandi, þar sem enn má dæma til dauða fyrir stríðsglæpi, og í Rússlandi. Þar voru dauðadómar bannaðir tímabundið árið 1996 og hafa ekki verið kveðnir upp síðan. Merkilegt er til þess að líta að fjögur fjölmennustu ríki veraldar, Kína, Indland, Bandaríkin og Indónesía, leyfa öll dauðarefsingar, en Indland og Indónesía hafa að vísu ekki stundað aftökur síðustu ár. Fjögur ríki í svokölluðum G20 hópi helstu efnahagsvelda heimsins framkvæmdu aftökur á síðasta ári, Japan og Sádi-Arabía auk Kína og Bandaríkjanna. Síðasta aftakan á Íslandi fór fram árið 1830, þegar Agnes og Friðrik voru hálshöggvin eins og frægt er orðið. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpri öld síðar, eða árið 1928, sem dauðarefsing var afnumin að fullu með lögum.1.273 aftökur á 35 árum Dauðarefsingar voru afnumdar í Bandaríkjunum árið 1972 en svo leyfðar aftur fjórum árum síðar og er það nú hvers ríkis að ákveða hvort þær eru leyfðar. Eins og sakir standa eru dauðarefsingar leyfðar í 34 af 50 ríkjum, en síðustu ár hafa fjögur ríki afnumið dauðarefsingar, síðast Illinois í júlí í ár. Frá 1976 hafa 1.273 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, þar af 1.130 frá árinu 1991. Síðustu tuttugu ár hafa yfirleitt um 50 aftökur verið framkvæmdar á ári. Dauðadómar í Bandaríkjunum einskorðast við morðmál, en síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi fyrir annars konar mál var James Coburn sem var líflátinn árið 1964 fyrir rán. Enn eru til lagaákvæði í einstökum ríkjum þar sem leyft er að dæma til dauða fyrir brot eins og endurtekið barnaníð. Þó ber að geta þess að samkvæmt alríkislögum liggur dauðarefsing við föðurlandssvikum.Enginn fælingarmáttur Það sem helst hefur verið gagnrýnt varðandi dauðarefsingar (fyrir utan þá meginspurningu hvort ríkið sé þess frekar umkomið að svipta menn lífi) er hvort þær hafi í raun þann fælingarmátt sem margir trúa. Samkvæmt könnun meðal bandarískra afbrotafræðinga sem félagasamtökin Death Penalty Information Center vísa í, eru aðeins 5% þeirra á þeirri skoðun að dauðarefsing sé virk leið til þess að fækka morðum. Um leið efast 60% almennings þar í landi um að dauðarefsingar hafi nokkurn fælingarmátt gegn morðum. Annað sem styður þær efasemdir er sú staðreynd að morðtíðni miðað við mannfjölda er nokkru yfir landsmeðaltali í Suðurríkjunum, þar sem rúm 80% allra aftaka hafa átt sér stað frá árinu 1976 (5,6 morð á hverja 100.000 íbúa miðað við 4,8 á landsvísu). Loks má nefna hróplegt ósamræmi í kynþáttahlutfalli þar sem rúmlega helmingur fanga á dauðadeildum Bandaríkjanna er annaðhvort blökkumenn eða af rómansk-amerískum uppruna og kannanir sýna að þrisvar sinnum meiri líkur eru á því að dauðadómur verði kveðinn upp ef fórnarlömb eru hvít á hörund.Kína tekur flesta af lífi Þrátt fyrir áhersluna á Bandaríkin eru mörg önnur lönd stórtækari hvað varðar aftökur í nafni laga. 23 lönd fullnægðu dauðadómum á síðasta ári og 527 manns hið minnsta voru tekin af lífi, að því er kemur fram í tölum Amnesty International, sem hafa lengi barist gegn dauðarefsingum. Kína tók flesta af lífi árið 2010, en þó að engar opinberar tölur liggi fyrir er fastlega gert ráð fyrir að fjöldi aftaka hlaupi á hundruðum eða þúsundum. Íran kom þar á eftir með 252 aftökur hið minnsta, Norður-Kórea var með 60 aftökur hið minnsta og Jemen var með að minnsta kosti 53 aftökur. Bandaríkin voru svo í fimmta sæti með 46 aftökur, en það sem af er ári hafa 39 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.Baráttan skilar árangri Síðustu ár og áratugi hefur þróunin að mestu verið á einn veg. Á hverju ári fjölgar þeim ríkjum sem banna dauðarefsingar alfarið og auk þess láta mörg þeirra ríkja sem þó halda í löggjöf sína, í ljós minni vilja til að framfylgja dauðadómum. Samkvæmt Amnesty International höfðu aðeins 16 ríki bannað dauðarefsingar árið 1977 en þeim fjölgaði ört í kjölfar lýðræðisvæðingar í Mið- og Suður-Ameríku og Austur-Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Undir lok síðasta árs höfðu 139 ríki annaðhvort afnumið dauðarefsingar eða hætt að beita þeim í áratug eða lengur. Þá hafa mörg önnur ríki fækkað brotum sem dauðarefsing liggur við, án þess að afnema dauðarefsingar með öllu. Alþjóðlegar kröfur um að ríki virði mannréttindi þegna sinna, þar á meðal með samþykktum og ályktunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hafa einnig orðið háværari, sem hefur leitt til þess að mörg ríki hafa endurskoðað afstöðu sína til dauðarefsinga. Síðasta ályktun allsherjarþings SÞ frá síðasta ári um að aðildarríki láti tímabundið af dauðadómum fékk mun meiri stuðning en sams konar ályktun árið 2008. Þar bættust fimm ríki frá Afríku og Asíu við hóp þeirra sem studdu ályktunina og fimm önnur fóru úr andstöðu yfir í að sitja hjá.Heimildir: Vísindavefurinn, Amnesty International, Death Penalty Information Center, Guardian.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira